Handboltastrákar hjá Fram

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Handboltastrákar hjá Fram

Kaupa Í körfu

Nú þegar handboltaæði hefur heltekið Íslendinga fyllast öll íþróttafélög af verðandi handboltasnillingum. Íþróttafélagið Fram er þar engin undanteking en félagið hefur verið með öflugt starf og alið af sér nokkra fræga handboltakappa. Barnablaðið lagði leið sína í Safamýrina og hitti þar fjóra hressa stráka sem eru ekki að stíga sín fyrstu skref á handboltavellinum þar sem þeir eiga allir 5 ára æfingaferil að baki. Þeir Elías Orri Njarðarson, Arnar Ingi Njarðarson, Andri Þór Sólbergsson og Guðjón Erlendur Björnsson eru allir 11 ára gamlir og vita þeir fátt eitt skemmtilegra en að spila handbolta. Strákarnir æfa flestir aðrar íþróttir með en handboltinn þykir skemmtilegastur. Þeir sögðu okkur frá sinni handboltareynslu og hver veit nema við eigum eftir að spjalla við þá aftur eftir 12 ár þegar þeir koma heim af Ólympíuleikunum MYNDATEXTI Handbolti Það getur verið erfitt að verjast svona þrumuskotum frá Arnari Inga, Elíasi Orra , Andra Þór og Guðjóni Erlendi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar