Mogens Kjaergaard Möller

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mogens Kjaergaard Möller

Kaupa Í körfu

Alls eru 10.500 lögreglumenn í Danmörku, þar af 2.500 á höfuðborgarsvæðinu, þar sem búa 680 þúsund manns. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur einnig eftirlit með flugvellinum, þar sem 20 milljónir eiga leið um á ári. Mikil endurskipulagning átti sér stað á starfsemi lögreglunnar 1. janúar 2007, en þá var lögregluumdæmum fækkað úr 54 í 12 og ríkislögreglustjóri settur yfir umdæmin, en þar vinna 200 til 250 manns. Ríkislögreglustjóri sinnir einungis stjórnsýslu, sér um markmiðssetningu og fjárveitingar til umdæmanna, og undir honum er einnig alþjóðadeild og lögregluskólinn. Þá stýrir hann greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi, svo sem á glæpagengjum eins og Hells Angels, sem eru erlend að uppruna. Tíðir skotbardagar Þau hafa átt í tíðum skotbardögum og á síðustu tveim vikum voru sautján skotárásir á götum úti, þannig að mikilvægt er að þekkja vel til þessarar starfsemi,“ segir Mogens Kjaergaard Möller, aðstoðarlögreglustjóri í Kaupmannahöfn. MYNDATEXTI Kaupmannahöfn Endurskipulagning veldur alltaf ólgu meðal starfsmanna, að sögn Mogens Kjaergaard Möller aðstoðarlögreglustjóra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar