Myndlist, hönnun og tíska mætast

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Myndlist, hönnun og tíska mætast

Kaupa Í körfu

Fjórir myndlistarmenn og Gjörningaklúbburinn að auki eiga verk á sýningu sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á laugardaginn. Hún ber heitið ID LAB og þar er notast við tungumál tískunnar. Þarna mætast myndlist og hönnun og athyglinni er beint að því hvað skilur þessar greinar að, en ekki síður hvað sameinar þær. „Þegar ég byrjaði að vinna þessa sýningu þá vildi ég sýna verk eftir listamenn sem nota tungumál tísku og hönnun í verkum sínum. Þeir ná öðru sambandi við áhorfendur með því að nota myndmál og hugmyndir sem hafa þegar farið í gegnum síu fjöldamenningarinnar en ekki aðeins þrifist í lokuðu umhverfi listheimsins,“segir Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri. „Það er ákveðinn samruni sem á sér stað, listamennirnir fara allir hver sína leið og tileinka sér þetta tungumál.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar