Einar Áskell og Lára Sif

Einar Áskell og Lára Sif

Kaupa Í körfu

Þessa dagana gefst yngstu kynslóðinni tækifæri að sjá brúðuleiksýningu um hinn uppátækjasama snáða Einar Áskel. Brúðurnar eru eftir leikbrúðusnillinginn Bernd Ogrodnik og er sýningin byggð á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström. Sýnt er í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins. Barnablaðið hitti nokkra krakka að lokinni sýningu og spurði þá hvað þeim fyndist um verkið. MYNDATEXTI Láru Sif Þórisdóttur, 7 ára, fannst sýningin alveg rosalega skemmtileg og fannst skemmtilegast þegar Einar var að fara að sofa og gat ekki sofnað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar