Æfing á Macbeth

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Æfing á Macbeth

Kaupa Í körfu

Blóðugur og stórsyndugur Macbeth hlífir engum á Smíðaverkstæðinu. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við leikstjóra, leikara og dramatúrg um þessa fyrstu uppfærslu Þjóðleikhússins á hinu margfræga og magnaða leikverki Williams Shakespeares. Það eru þrír litir í þessari sýningu: svart, hvítt og rautt, sem stendur þá fyrir saur, sæði og blóð. Það eru þau element sem við erum að vinna með bæði í verkinu og í lúkkinu. Og þetta er mjög áberandi bæði í búningum, umgjörð og vonandi í sögunni líka,“ segir leikstjórinn og leikarinn Stefán Hallur Stefánsson um vinnusmiðju-uppsetningu á einu af meistaraverkum Shakespeares, Macbeth, í Smíðaverkstæðinu. Við hlið hans stendur hinn leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórsson, en þeir félagar hafa lengi starfað saman, stofnuðu m.a. leikfélagið Vér morðingjar en það „ásetur sér að setja upp ögrandi og framsæknar sýningar.“ MYNDATEXTI Einn fyrir alla, allir fyrir einn Stefán Hallur og Vignir Rafn ásamt leikhópnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar