Kópavogskirkja lýst bleik

Brynjar Gauti

Kópavogskirkja lýst bleik

Kaupa Í körfu

ÁRLEGT söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands hófst í gær með sölu á bleiku slaufunni. Markmiðið er að selja fjörutíu þúsund slaufur fyrir 15. október. Á því tímabili verður Kópavogskirkja lýst upp í bleikum lit, táknrænum fyrir árveknisátak um brjóstakrabbamein. Af því tilefni voru samankomin hjá kirkjunni sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, Helgi Pétursson hjá OR sem sér um lýsinguna, Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, og Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Auðs í krafti kvenna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar