Miðbæjarhugmyndir

Skapti Hallgrímsson

Miðbæjarhugmyndir

Kaupa Í körfu

RAGNAR Sverrisson, kaupmaður í JMJ, var aðalhvatamaður að íbúaþinginu Akureyri í öndvegi á sínum tíma, en það var upphafið að þeirri vinnu sem fram hefur farið síðustu misseri um fyrirhugaðar breytingar á miðbæ Akureyrar. Ragnar gladdist í gær þegar staða verkefnisins var kynnt, og sat fund fjölmiðlamanna með forráðamönnum bæjarins. „Ég er mjög ánægður. Nú sé ég sjötta barnið mitt fæðast,“ sagði hann. „Fyrri börnin voru nú heldur ófríð þegar ég sá þau fyrst, eftir að þau komu úr móðurkviði, en þau eru falleg og góð í dag – og ég hef fulla trú á að það sem sýnt er hér í dag verði mjög fallegt,“ sagði Ragnar. Aðspurður hvort hann teldi að hugmyndirnar sem sýndar voru í gær yrðu að MYNDATEXTI Ragnar Sverrisson skoðar líkanið að miðbænum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar