Víti og Öskjuvatn

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Víti og Öskjuvatn

Kaupa Í körfu

Hita í jörðu er að finna allt frá mörkum Vatnajökuls að Axarfirði. Á þeirri leið er margt um virkjunarkosti, sem Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson kynntu sér í vikunni. Jökulsá á Fjöllum fylgir líka sömu leið, en verður að öllum líkindum ekki virkjuð í bráð. Í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit er mikið um orkurík svæði. Landsvirkjun er fyrirferðarmesta orkufyrirtækið á svæðinu en á sumum svæðum vinnur hún í samstarfi við heimamenn, sveitarfélögin og norðlensk orkufyrirtæki. MYNDATEXTI Víti og Öskjuvatn Askja er friðlýst, en undir henni er mikið háhitasvæði. Öskjuvatn myndaðist árið 1875.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar