Kirkjurannsókn

Helgi Bjarnason

Kirkjurannsókn

Kaupa Í körfu

Skagafjörður | Kirkjur hafa verið mun víðar í Skagafirði en áður var talið, næstum því á öðrum hverjum bæ. Vísbendingar um þetta hafa komið fram í rannsókn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga á kirkjugörðum og grafreitum í héraðinu. Við erum eiginlega að endurskrifa kirkjusögu héraðsins því það kemur í ljós þegar málið er kannað nánar að kirkjur og kirkjugarðar hafa verið á miklu fleiri stöðum en menn héldu, segir Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga MYNDATEXTI Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri og Guðný Zoega fornleifafræðingur vinna að kirkjurannsókninni í Skagafirði. Þær segja spennandi að leiða nýjar upplýsingar fram í dagsljósið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar