Forsætisráðherra ávarpar þjóðina

Forsætisráðherra ávarpar þjóðina

Kaupa Í körfu

„ÍSLENSKA þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann flutti ávarp til þjóðarinnar í útvarpi og sjónvarpi síðdegis í gær. Geir sagði að heimsbyggðin öll gengi nú í gegnum mikla fjármálakreppu og jafna mætti áhrifum hennar á bankakerfi heimsins við efnahagslegar hamfarir. Stórir og stöndugir bankar beggja vegna Atlantshafsins hefðu orðið kreppunni að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum reru nú lífróður til að bjarga því sem bjargað yrði. Í aðstæðum sem þessum hugsaði hver þjóð fyrst og síðast um eigin hag. Jafnvel stærstu hagkerfi heims ættu í tvísýnni baráttu við afleiðingar kreppunnar. MYNDATEXTI Talað Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Geir H. Haarde forsætisráðherra undirbúa ávarpið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar