Beðið eftir mömmu

Friðrik Tryggvason

Beðið eftir mömmu

Kaupa Í körfu

Þessi ungi drengur, nýklipptur og fínn, beið þolinmóður eftir móður sinni meðan hún fékk hársnyrtingu í gær. Sem betur fer gerði sá stutti sér ekki grein fyrir bankakreppunni í heiminum, enda engin ástæða til að ungviðið taki þátt í slíkum hörmungum. Í börnunum felst framtíðin og allir þurfa að taka sig saman um að hlífa þeim við þeim ósköpum sem nú gengur yfir. Góð heilsa er öllu öðru mikilvægari og öll verðmæti heimsins eru smámál miðað við það að eiga heilbrigð börn. Skemmum ekki geðheilsuna með neikvæðni og óábyrgu tali.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar