Á Varmalæk

Helgi Bjarnason

Á Varmalæk

Kaupa Í körfu

LAUFSKÁLARÉTTARHELGIN í Skagafirði hefur sérstaka þýðingu í huga Magneu Guðmundsdóttur og Björns Sveinssonar. Ekki eingöngu vegna þeirrar hátíðar hestaáhugafólks sem hún er, heldur vegna þess að stóðréttirnar leiddu þau saman. Magnea er Vestfirðingur. Var búsett á Flateyri þar sem hún var í hreppsnefnd og síðar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Hún varð þjóðþekkt á einum sólarhring, sem oddviti, þegar snjóflóðin féllu á byggðina á Flateyri haustið 1995. Magnea er úr sveit og hefur alltaf haft áhuga á hestum. Það var þó að frumkvæði systur hennar sem hún lagði land undir fót og fór í Laufskálarétt haustið 2000. Þau Björn rugluðu reytum saman árið eftir þegar Magnea flutti að Varmalæk. MYNDATEXTI Magnea Guðmundsdóttir og Björn Sveinsson standa í stórræðum á Varmalæk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar