Vilhjálmur Vilhjálmsson - Minningartónleikar

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Minningartónleikar

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana þarf maður áfallahjálp á eftir hverjum einasta fréttatíma. Þá er nauðsynlegt að hverfa á vit fortíðar og gleyma sér um stund. Prýðilegt tækifæri gafst til þess í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Þar voru haldnir stórtónleikar til minningar um söngvarann ástsæla sem lést langt fyrir aldur fram, Vilhjálm Vilhjálmsson. Á dagskránni voru gömlu notalegu lögin sem voru spiluð þegar aðrir tímar ríktu á Íslandi. Það var smá nostalgíufyllerí sem veitti ekki af. MYNDATEXTI Stjörnum prýddir tónleikar „Söngvararnir stóðu sig samt vel og það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir meðal annars í dómi Jónasar Sen sem var nokkuð ánægður með tónleikana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar