Síldveiðar

Gunnlaugur Árnason

Síldveiðar

Kaupa Í körfu

Upp úr miðjum nóvembermánuði í fyrra blasti við Hólmurum óvenjuleg sjón þegar stórir síldarbátar sigldu framhjá Stykkishólmi inn á Breiðasund til síldveiða. Þar var að finna mikið magn af síld og skipin veiddu vel. Nú virðist sama sagan að vera að endurtaka sig. Það finnst mikið af síld á Breiðasundi og um helgina voru tveir síldarbátar þar á veiðum, Birtingur NK og Ásgrímur Halldórsson SF. MYNDATEXTI: Síldveiðar Fjöldi skipa við síldveiðar á Breiðasundi á síðasta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar