Hafragrautur í Hagaskóla

Hafragrautur í Hagaskóla

Kaupa Í körfu

Hafragrauturinn í Hagaskóla rýkur út sem aldrei fyrr þessa dagana og hefur bæði nemendum og starfsmönnum sem í hann sækja fjölgað. Matsveinn skólans leggur áherslu á að nýta íslenska framleiðslu í matinn um þessar mundir. Klukkan hálftíu hvern morgun er nemendum og starfsfólki Hagaskóla boðið upp á hafragraut í morgunmat í boði skólans. Þröstur Harðarson matsveinn segist hafa ákveðið þessa tímasetningu í stað þess að hafa grautinn í morgunsárið fyrir skólabyrjun. „Krakkarnir nenna ekki að vakna klukkan sjö til að mæta hálfátta í hafragraut í skólann. MYNDATEXTI Krakkarnir í Hagaskóla fúlsa ekki við næringarríkum hafragraut þessa dagana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar