MND félagið

MND félagið

Kaupa Í körfu

ÞEGAR við lokuðum formlega söfnuninni „Dollar á mann“ í janúar þá hvatti ég stjórn MND-félagsins til að koma peningunum strax í vinnu við rannsókn á MND-sjúkdómnum. Því fagna ég þessari tilraun og á þá heitustu ósk að hún skili árangri,“ sagði Gunnar Baldvinsson, umsjónarmaður „Dollar á mann“-sjóðsins, þegar skýrt var frá þátttöku íslenskra sjúklinga í tilraunum með nýtt meðferðarúrræði á Landspítalanum í gær. Tilraunirnar munu fara fram við Mount Sinai sjúkrahúsið í New York, en þær byggjast á lyfjameðferð með malaríulyfinu Daraprim, í því skyndi að kanna hvort það geti haft áhrif á eggjahvítuefni sem talið er meðvirkandi ástæða fyrir frumubreytingum sem eiga þátt í MND. MYNDATEXTI Edda Heiðrún Backman leikkona er í hópi fjögurra sjúklinga sem hyggjast taka þátt í meðferðinni, sem hefst og endar í New York.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar