Trommur á Ingólfstorgi

Trommur á Ingólfstorgi

Kaupa Í körfu

Á FÖSTUDAGINN var haldinn nokkuð hávær og alltaktfastur trommugjörningur á Ingólfstorgi. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson fór þar fremstur í flokki, en hann og félagar í hópnum Practical hvöttu þjóðina til að koma þar saman og slá taktinn. Slegið var á allrahanda trumbur, kassa og skellur, og þeir sem ekki höfðu annað klöppuðu saman lófum eða skelltu sér á lær. Hópbarning af þessu tagi má oftar sjá hjá suðrænni þjóðum, en árangurinn og taktvísin í norðurhafsbúunum kom mörgum viðstöddum á óvart. MYNDATEXTI Sumar trommanna voru af suðrænum ættum, en hristur voru flestar heimagerðar; möl í flösku virkar vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar