Blindir aka

Blindir aka

Kaupa Í körfu

ÓNEITANLEGA var töluverð spenna í húsnæði Frumherja í gær þegar tuttugu blindir og sjónskertir fengu fágætt tækifæri til að setjast í ökumannssæti bifreiðar og aka um nálæg svæði – að sjálfsögðu undir vökulum augum ökukennara í farþegasætinu sem gátu gripið í taumana ef þess gerðist þörf. Ökudagur blindra og sjónskertra hefur einu sinni verið haldinn áður en það var fyrir tólf árum og því ljóst að lengi hafði verið beðið eftir þessu tækifæri MYNDATEXTI Friðgeir Jóhannesson missti sjónina í slysi fyrir 10 árum. Hann viðurkenndi að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann æki bíl eftir slysið. Hann hefur tvisvar ekið eftir flugbrautinni á Ólafsfirði, undir eftirliti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar