Svið á Selfossi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Svið á Selfossi

Kaupa Í körfu

SLÁTRAÐ er 2.400 kindum á dag í sláturhúsi SS á Selfossi og hausarnir eru sviðnir sem mest samdægurs. Það er því nóg að gera hjá Svavari Ólafssyni og félaga hans þessa dagana. Notuð eru logsuðutæki til að svíða hausana. Hermann Árnason sláturhússtjóri viðurkennir að meira sviðabragð hafi fengist þegar hausarnir voru sviðnir yfir kósangasi eða eldi í smiðjunum og sumir sakni þess. Hins vegar sé það of tímafrekt enda þyrfti þá 10 til 15 manns í að klippa hausana og svíða með gamla laginu. Sviðahausarnir eru sagaðir í sundur, þeir þvegnir og síðan frystir. Töluvert fer með slátrinu sem selst betur en nokkru sinni en stór hluti er unninn í sviðasultu í kjötvinnslu Sláturfélagsins á Hvolsvelli. Góð sala er í slátri hjá sláturhúsi SS. Hafa farið 25 þúsund slátur sem af er, en 19 þúsund seldust alla síðustu sláturtíð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar