Oratorumræður um neyðarlögin og EES

Oratorumræður um neyðarlögin og EES

Kaupa Í körfu

TILSKIPUNIN, sem lögin um Tryggingasjóð byggist á, kveður ekki á um ábyrgð ríkisins, ef hún er framkvæmd réttilega,“ segir Stefán Már Stefánsson prófessor. Á hádegisverðarfundi Orators í gær flutti Stefán Már Stefánsson erindi um neyðarlögin og EES-samninginn, skyldu ríkisins vegna EES-samningsins og þar á meðal skyldu ríkisins til efnda á inneignum bankanna erlendis. Í umræðum kom fram að svo virtist sem tilskipunin væri þungamiðjan í málinu, þótt hún hefði ekki verið mikið í umræðunni. MYNDATEXTI Fullt var út úr dyrum hjá Stefáni Má Stefánssyni í stofu 101 í Lögbergi við Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar