Sláturgerð í Þelamerkurskóla

Skapti Hallgrímsson

Sláturgerð í Þelamerkurskóla

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var líflegt í Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð í gær þegar nemendur og starfsfólk sameinuðust í sláturgerð. Tekin voru 25 slátur; í bítið var hafist handa við lifrarpylsuna og eftir langar frímínútur var röðin komin að blóðmörnum. Til vinstri smakkar Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri blóðið að beiðni Jósavins Heiðmanns Arasonar. Á myndinni eru líka Diðrik Kristjánsson, Þormar Þór Hallgrímsson, Matthías Jensen, Gunnar Andri Gunnarsson, Jónína Sverrisdóttir kennari og Benedikt Stefánsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar