Café Loki á Lokastíg

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Café Loki á Lokastíg

Kaupa Í körfu

Í glaðlegu gulu húsi, á horni Lokastígs og Njarðargötu, hefur Hrönn Vilhelmsdóttir rekið Café Loka frá því í júlí. Kaffihúsið er gætt þeirri sérstöðu að það býður einvörðungu upp á íslenskan mat; heimabökuðu flatkökurnar og rúgbrauðið eru eyjur í hafsjó „ciabatta“-samloka og „bruschetta“ með mozzarella miðbæjarins. „Strax á fyrsta degi í sumar komu útlendingarnir. Margir virðast hafa beðið lengi eftir svona stað,“ segir Hrönn en tekið er á móti gestum með skilti sem býður þá velkomna á 25 tungumálum. Í MYNDATEXTI Hrönn Vilhelmsdóttir gæðir sér á íslensku góðgæti á kaffihúsi sínu, Café Loka við Lokastíg til móts við Hallgrímskirkju, sem blasir við gestum í allri sinni dýrð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar