Dagróður með Aðalbjörgu RE 5

Dagróður með Aðalbjörgu RE 5

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir að veðrið hafi verið með allra besta móti á Faxaflóanum miðað við árstíma þá var veiðin í samræmi við það sem gengur og gerist í október, með minna móti. Skipverjar um borð í Aðalbjörgu RE-5 létu það ekkert á sig fá enda fegnir að hafa vinnu og fá að komast út á sjó eftir að hafa verið fjóra daga í landi. MYNDATEXTI Voðin gerð klár Alls var voðinni kastað út átta sinnum yfir daginn. Skipverjarnir höfðu allir hlutverki að gegna bæði þegar voðinni var kastað út og hún dregin inn. Handtökin voru hröð enda vanir menn á ferð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar