Brauðbakstur í heimahúsi

Brauðbakstur í heimahúsi

Kaupa Í körfu

tímarnir eru þannig að rétt er rifja upp gömul búhyggindi og hafa nýtnina í fyrirrúmi * Stoppa skal í sokka, prjóna leppa, tína ber og búa til úr þeim saft og sultur eða frysta "Dætur mínar eru svo fordekraðar. Ég hef séð um að gera við sokka og önnur plögg af börnunum þeirra hingað til, en núna er kominn tími til að þær læri að gera þetta sjálfar," segir Helga Árnadóttir fyrrum heimilisfræðikennari sem kallaði dætur sínar fjórar, tvær ömmustelpur og eina ská-tengdadóttur til sín eitt kvöld í síðustu viku til að kenna þeim að baka hollt brauð í kreppunni og að stoppa í sokka MYNDATEXTI: Stoppað í sokka Fyrst eru tekin spor langsum fram og til baka og skal það vera nokkuð þétt. Síðan er farið þvert á, til skiptis undir og yfir hvern þráð. Kúnstin er að láta ístoppið ekki verða ljótt á hliðunum og taka ekki of fast í.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar