Vaki Akralind og forseti Íslands

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vaki Akralind og forseti Íslands

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ríkir almenn ánægja hjá forsvarsmönnum hátæknifyrirtækisins Vaka með nýjan leigusamning við laxeldisfyrirtækið Marine Harvest. Um er að ræða 200 milljóna króna samning um leigu á nýjum búnaði, raunar þeim fyrsta sinnar tegundar, sem mælir stærð og vöxt fiska neðansjávar. „Við höfum áður átt í viðskiptum við Marine Harvest, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi,“ segir Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri Vaka. „Að þessu sinni vorum við hins vegar að leigja þeim svolítið stóran pakka til að nota við laxeldi sitt í Skotlandi MYNDATEXTI Bylting í laxeldi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynntist tækninýjungum Vaka hjá þeim Hermanni Kristjánssyni og Hólmgeiri Guðmundssyni eftir að fregnir bárust af leigusamningnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar