Emil og Ída í gamla Samkomuhúsinu.

Hafþór Hreiðarsson

Emil og Ída í gamla Samkomuhúsinu.

Kaupa Í körfu

Húsavík | Þetta er bara gaman, segir Patrekur Gunnlaugsson sem fer með hlutverk Emils í Kattholti í uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á samnefndu leikriti. Ragnheiður Diljá Káradóttir er sama sinnis og Patrekur en hún fer með hlutverk Ídu, systur Emils. Ragnheiður Diljá, sem er níu ára, er að stíga sín fyrstu spor á leiksviði en Patrekur, sem er tólf ára, er öllu sviðsvanari. „Þetta er í fimmta skipti, held ég, en aldrei áður í svona stóru hlutverki, segir hann aðspurður hve oft hann hafi verið á sviði í gamla Samkomuhúsinu. MYNDATEXTI Emil og Ída eru leikin af Ragnheiði Káradóttur og Patreki Gunnlaugssyni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar