Mót í handbolta

Mót í handbolta

Kaupa Í körfu

Þetta er stærsta mótið sem við hjá unglingaráði Fram höfum tekið að okkur. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og það er mikil gróska í handboltanum,“ sagði Eyja Elísabet Einarsdóttir, stjórnarmaður í unglingaráði handknattleiksdeildar Fram, en um helgina fór fram Cheerios-mótið þar sem krakkar á aldrinum 4-9 ára léku handknattleik af krafti í Safamýrinni. „Okkur telst til að um 850 keppendur hafi tekið þátt og ég get ekki annað en verið ánægð með niðurstöðuna. MYNDATEXTI Það var ekkert gefið eftir í „mjúkboltanum“ í Safamýri um helgina. Rúmlega 850 keppendur tóku þátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar