Austurvöllur

Austurvöllur

Kaupa Í körfu

UM þrjú þúsund manns mættu á mótmælafund á Austurvelli á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þó hefur komið fram á bloggsíðum að mun fleiri hafi tekið þátt. Yfirskrift fundarins var Breiðfylking gegn ástandinu og Hörður Torfason tónlistarmaður stjórnaði umræðum. Fjórir fluttu ræðu; Sigurbjörg Árnadóttir, fyrrverandi fréttaritari Rúv í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari, Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. MYNDATEXTI Fjöldi manna mætti á friðsamlegan mótmælafund og gerði skýlausa kröfu um breytingar. Eftir fundinn hitnaði í kolunum og Alþingishúsið var grýtt með eggjum, jógúrt og tómötum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar