Kaffistell frá 1809

Kaffistell frá 1809

Kaupa Í körfu

RJÓMAKANNAN er frá móður minni og kemur frá foreldrum hennar,“ segir Elísabet Kristjánsdóttir frá Ísafirði sem varð fyrir þeirri skemmtilegu upplifun í gær að sjá í fyrsta sinn samstætt sykurkar við rjómakönnu sína frá árinu 1809. Þetta gerðist í Þjóðminjasafninu þar sem fólki var boðið að koma með gamla hluti til skoðunar. Móðurafi Elísabetar var frá Læk í Aðalvík og hét Finnbjörn Hermannsson. Elísabet segir að það hafi verið algjörlega óvænt að sjá þarna líka sykurkarið úr sama stelli. Fleiri merkilegir hlutir hafa komist í hendur Elísabetar úr búi móður hennar sem skoðaðir hafa verið í Þjóðminjasafninu. MYNDATEXTI Elísabet og Jakob bera saman gripi sína í Þjóðminjasafninu í gær. Kannan og karið eru samstæð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar