Hulda Vigdísardóttir

Hulda Vigdísardóttir

Kaupa Í körfu

Þeir eru ekki margir sem myndu treysta sér til að semja kennslubók í íslensku jafnvel þó að þeir væru komnir vel á fullorðinsár. Hulda Vigdísardóttir, sem er í tíunda bekk Tjarnarskóla, lætur slíkar vangaveltur þó ekki stöðva sig og samdi málfræðikennslubókina Röndótt í vor, en hún er aðeins 14 ára gömul. Hún sá þess utan sjálf um hönnun og uppsetningu bókarinnar, sem geymir einnig ljóð og efni tengt lesskilningi. MYNDATEXTI Íslenska er uppáhaldsfag Huldu Vigdísardóttur, sem einnig sinnir balletinum af miklum áhuga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar