Gallerí Ágúst

Gallerí Ágúst

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Kristjánsdóttir hefur um nokkurt skeið sótt innblástur verka sinna til náttúrunnar, nánar tiltekið í snjóalög fjallshlíða. Skráning á síbreytilegri ásýnd hlíðanna er mikilvægur þáttur myndsköpunar hennar og til þess notar hún ýmsa miðla sem oft vinna saman með áhugaverðum hætti, líkt og raunin er á sýningunni „Myndir“ sem nú stendur yfir í Galleríi Ágúst, Baldursgötu 12. Þar má sjá fimmtán málverk og eitt myndbandsverk sem varpað er á glugga gallerísins, en hið síðastnefnda sést raunar ekki fyrr en er skyggja tekur og verður þá til „gluggasýning“ utan opnunartíma MYNDATEXTI Snjómynstur Listamaðurinn afmarkar iðulega hluta fjallshlíðanna og setur í myndrænt form og forðast þannig vísanir í tiltekin fjöll eða staði, segir m.a. í dómi gagnrýnanda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar