Alexander Aron

Alexander Aron

Kaupa Í körfu

ÉG var eiginlega ekki búinn að gera neitt í tónlist áður en ég byrjaði í Idolinu – hafði aldrei verið í hljómsveit eða komið opinberlega fram. Ég hafði í mesta lagi sungið í partíum og einhverju rugli,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Aron Guðbjartsson sem sendir frá sér sína fyrstu plötu á morgun. Alexander vakti töluverða athygli þegar hann tók þátt í þriðju og síðustu Idol-stjörnuleitinni tímabilið 2005 til 2006, en hann hafnaði í fimmta sæti í keppninni. Aðspurður segir hann að Idolið hafi breytt miklu fyrir sig. „Mig langaði alltaf til að gera eitthvað, en skorti öryggi til þess að standa fyrir framan fólk og framkvæma. Það breyttist í keppninni,“ útskýrir Alexander sem hafði þó fiktað við tónlist frá 11 eða 12 ára aldri, en hann er 29 ára í dag MYNDATEXTI Ég er ennþá massi ef við ætlum að miða okkur við venjulegt fólk,“ segir Alexander Aron. Hann tók þátt í síðustu Idol-stjörnuleitinni og á morgun kemur út hans fyrsta plata.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar