Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Kaupa Í körfu

Hvergi er í stjórnarskrá eða lögum kveðið á um það að íslenska sé hið opinbera tungumál lýðveldisins. Þetta kom meðal annars fram á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar á degi íslenskrar tungu, sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær, 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hæst bar kynningu á tillögum Íslenskrar málnefndar um íslenska málstefnu: Íslenska til alls. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp og lýsti tildrögum þess að menntamálaráðuneytið fór þess á leit við Íslenska málnefnd að hún gerði tillögur um íslenska málstefnu MYNDATEXTI Glatt á hjalla hjá þeim Guðrúnu Kvaran, formanni Íslenskrar málnefndar, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, á degi íslenskrar tungu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar