Íslenskuverðlaun menntaráðs

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslenskuverðlaun menntaráðs

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKUVERÐLAUN menntaráðs Reykjavíkur voru veitt í annað sinn í gær, á degi íslenskrar tungu. Markmið verðlaunanna er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Rúmlega 100 grunnskólanemar í Reykjavík tóku við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Grunnskólar borgarinnar tilnefndu nemendur eða nemendahópa af hverju aldursstigi til verðlaunanna. Þessir nemendur þóttu hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í skapandi skrifum, ljóðagerð og í munnlegri tjáningu. Þá geta skólar tilnefnt nemendur sem hafa sýnt miklar framfarir á einhverju sviði íslensku. Marta Guðjónsdóttir, formaður verðlaunanefndarinnar, sagði skólana strax í fyrra hafa sýnt verðlaununum mikinn áhuga og væru þau kynnt fyrir nemendum í hverjum skóla fyrir sig. Vigdís Finnbogadóttir afhenti verðlaunin með aðstoð Oddnýjar Sturludóttur og Mörtu Guðjónsdóttur. MYNDATEXTI

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar