Jólaskeiðarnar

Jólaskeiðarnar

Kaupa Í körfu

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin Jólaskeiðin, íslensk hönnun og smíði 1946–2008, og sýnir jólaskeiðar sem hafa verið smíðaðar hér á landi. Saga jólaskeiðarinnar hófst árið 1946 þegar Guðlaugur A. Magnússon gullsmiður lét hanna jólaskeið og selja í verslun sinni. Næsta skeið var smíðuð árið 1948 og síðan hefur jólaskeið komið út á hverju ári í nafni verslunar Guðlaugs. Magnús E. Baldvinsson úrsmiður lét einnig hanna jólaskeiðar sem komu út í tólf ár. Gull- og silfursmiðjan Erna hóf smíði jólaskeiðar árið 2003 og kemur ný skeið á hverju ári. Í tilefni sýningarinnar hefur Hönnunarsafn Íslands gefið út 22 síðna skrá um íslensku jólaskeiðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar