Hanna S. Magnúsdóttir og silfurskeiðin

Valdís Thor

Hanna S. Magnúsdóttir og silfurskeiðin

Kaupa Í körfu

JÓLASKEIÐ Guðlaugs A. Magnússonar er Íslendingum góðkunn, enda hefur ný skeið verið gefin út fyrir hver jól síðan 1947. Jólaskeiðarnar eru því orðnar yfir 60 talsins og nú er allt safnið í fyrsta skipti til sýnis í Hönnunarsafni Íslands. „Í hverri seríu eru 12 skeiðar með sömu útlínum, sem þýðir að það tekur 12 ár að fá settið allt,“ segir Hanna S. Magnúsdóttir, sem hefur nú veg og vanda af hönnun jólaskeiðanna. Hún tók við kyndlinum af föður sínum, Magnúsi Guðlaugssyni, fyrir nokkrum árum, en það var afi hennar, Guðlaugur A. Magnússon, sem kom með fyrstu jólaskeiðina árið 1947. MYNDATEXTI Hanna S. Magnúsdóttir í fyrsta skipti að láta hluta af ágóðanum af sölu jólaskeiðarinnar sígildu renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar