Hrunamannavegur

Sigurður Sigmundsson

Hrunamannavegur

Kaupa Í körfu

Hrunamannahreppur | Nú er að ljúka vegabótum á þjóðvegi nr. 30, Skeiða- og Hrunamannavegi. Byggður hefur verið upp um 5,3 km kafli, ofarlega í Hrunamannahreppi, til móts við bæina Hvítárdal og Haukholt. Vegagerðin hófst í febrúarmánuði. Verktaki er Borgarvirki ehf. í Kópavogi og Árni ehf. í Galtafelli annaðist undirbyggingu vegarins. Um 60 til 70.000 rúmmetra þurfti að sprengja til að bæta vegstæðið en þó liggur hinn nýgerði vegur að mestu í gömlu veglínunni. Alls var ekið um 120.000 rúmmetrum af efni í nýja veginn enda þurfti að byggja hann mikið upp á nokkrum stöðum. Grjóthólar sem sprengdir voru og malaðir niður komu sér þá vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar