Auður Inga með hamingjubolla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Auður Inga með hamingjubolla

Kaupa Í körfu

ÉG VAR búin að ganga með það í maganum, eiginlega í mörg ár, að setja eitthvað í botninn á bollum,“ segir Auður Inga Ingvarsdóttir listamaður. „En svo kom það eiginlega bara eftir hrunið að hafa það hjörtu. Það þarf svo innilega eitthvað til að lyfta upp geðinu,“ bætir hún svo við. Undanfarið hefur aðalhugðarefni Auðar Ingu verið að búa til bolla sem hún kallar hamingjubolla. Í botn þeirra setur hún hjarta, sem óneitanlega gleður augað þegar góður drykkur hefur verið teygaður til botns. Engir tveir bollar eru eins, hvorki í lagi né að lit. MYNDATEXTI Auður með bolla Gott er að teyga sopann úr sannkölluðum hamingjubolla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar