Sprenging í Fellahverfi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sprenging í Fellahverfi

Kaupa Í körfu

TILKYNNT var um eld í þvottahúsi fjölbýlishússins Möðrufells 5 í Reykjavík kl. 22.37 í gærkvöldi. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn fannst þar enginn eldur og lítil reykjarlykt. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði verið brotin rúða á þvottahúsinu og talið að einhvers konar sprenging hefði orðið. Einnig hafði verið hleypt úr duftslökkvitæki í þvottahúsinu en við það getur myndast líkt og reykur. Loftað var út úr þvottahúsinu. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan kannar málið. MYNDATEXTI Reykur Enginn eldur fannst í Möðrufelli en þar var tilkynnt um eldsvoða. Þar hafði verið hleypt úr slökkvitæki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar