Sigríður Margrét Oddsdóttir

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Kaupa Í körfu

Sigríður Margrét ber sterkar tilfinningar til Akureyrar þó hún sé Reykvíkingur því hún bjó níu ár í höfuðstað Norðurlands. Hún fluttist upphaflega norður til þess að stunda nám við Háskólann á Akureyri, þar sem hún kynntist manninum sínum og festi rætur. Að loknu háskólanámi í rekstrarfræðum hóf Sigríður störf hjá Ráðgarði, sem sameinaðist Gallup sem varð síðar að Capacent. Sumarið 2005 söðlaði Sigríður um og hóf störf hjá Símanum sem framkvæmdastjóri Já, en fyrirtækið varð til við sameiningu nokkurra deilda innan Símans. „Ég fékk það hlutverk upphaflega að taka út deildir sem höfðu verið innan Símans og sáu um útgáfu prentuðu símaskrárinnar, þjónustu við 118 og rekstur simaskra.is og færa þær yfir í sérstakt félag,“ segir Sigríður. MYNDATEXTI Sigríður Margrét kynntist manninum sínum á Akureyri og eiga þau tvö börn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar