Jóladagatalið tekið upp í Húsdýragarðinum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóladagatalið tekið upp í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

Næsta mánudag frumsýnir Sjónvarpið nýtt Jóladagatal. Þættirnir eru sýndir dagana 1.-24. desember klukkan 18:45 og stytta þeir vonandi biðina fram að jólum. Heyrst hefur að þetta sé hið skemmtilegasta ævintýri og ákaflega spennandi enda ekki óreyndir handritshöfundar sem koma að gerð dagatalsins en það eru þeir Davíð Þór Jónsson, Halldór Gylfason og Þorkell Heiðarsson. Ævintýrið gerist í Húsdýragarðinum og má því búast við því að bæði menn og dýr bregði á leik. Aðalpersónan, Dýrmundur Dalfjörð, er leikin af Halldóri Gylfasyni sem settist niður með okkur og sagði okkur aðeins frá nýja Jóladagatalinu MYNATEXTI Jóladagatal Þau Auður, Glaðfinnur, Rottó, Dýrmundur og Vigga takast á við ævintýraleg verkefni í jóladagatali sjónvarpsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar