Hrunamannahreppur

Sigurður Sigmundsson

Hrunamannahreppur

Kaupa Í körfu

Þegar litið er til baka yfir þetta ár, af þeim sem eiga svo mikið undir sól og regni, er óhætt að segja að þetta hafi verið með bestu uppskeruárum er allan jarðargróða varðar hér í uppsveitum Árnessýslu. Bændur segja heyfeng þann mesta sem verið hefur enda tún sumstaðar slegin þrisvar. Heygæði eru mikil og kýrnar mjólka af kjarngóðu heyinu. Metuppskera var á korni hjá mörgum bændum enda sumarið heitt og sólríkt. Þó varð nokkurt tjón á ökrum, kornið lagðist sumstaðar niður eða brotnaði í illviðrum í september og byrjun október MYNDATEXTI Miklir möguleikar felast í akuryrkju og aukinni ræktun. Myndin var tekin af vinnu við pökkun papriku í garðyrkjustöðinni Jörva á Flúðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar