Afrekskvennasjóður ÍSÍ og Glitnis

Afrekskvennasjóður ÍSÍ og Glitnis

Kaupa Í körfu

Þrjú sérsambönd fengu úthlutað úr Afrekskvennasjóði ÍSÍ og Glitnis í gær. Alls bárust 60 umsóknir um styrk. Hvert sérsamband fær eina milljón króna vegna sinna verkefna. Til Afrekskvennasjóðsins var stofnað með framlagi úr Menningarsjóði Glitnis. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. *Íshokkísamband Íslands fær styrk vegna æfinga- og undirbúningstímabils kvennalandsliðs og þátttöku liðsins á HM. *Handknattleikssamband Íslandsvegna þátttöku á HM 20 ára kvenna. *Knattspyrnusamband Íslands vegna A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Landsliðið tryggði sér fyrir skemmstu þátttökurétt á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Finnlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar