Jólasveinar Guðlaugar

Jólasveinar Guðlaugar

Kaupa Í körfu

We wish you a merry christmas,“ er sungið glaðlega undir bjölluhljómi þegar gengið er inn. Það tekur nokkra stund áður en blaðamaður sér að það er jólakransinn uppi á vegg sem býður hann velkominn með þessum hætti og framkallar þannig bros hjá gestinum. Brosið breikkar heldur betur þegar gengið er inn í íbúðina því þar blasir við ævintýraheimur jólasveina, jólakellna, jólahúsa, jólamýslna, jólakrakka, jólatrjáa og jólagrísa og svo mætti lengi telja. María, Jósef, Jesúbarnið í jötunni, vitringar, fjárhirðar og englaherskarar láta sig heldur ekki vanta í þennan dýrðlega hóp. Hver einasta stytta á sér sinn stað á glitrandi jólasnjó og er upplýst með hundruðum smápera. Það þarf ekki að spyrja að vinnunni sem liggur á bak við uppsetningu jólaveraldar Guðlaugar P. Wium, sem á heiðurinn af litlu postulínsherskörunum sem gægjast úr hverri hillu og hverju borði heimilisins MYNDATEXTI Jólapar Fleira kemur upp úr jólaskrautskössunum en postulínsstyttur, þótt margar séu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar