Örirkjabandalag - Hvatningarverlaun

Örirkjabandalag - Hvatningarverlaun

Kaupa Í körfu

HVATNINGARVERÐLAUN Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) voru veitt í annað sinn í gær á alþjóðadegi fatlaðra. Veitt voru þrenn verðlaun, til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Guðjón Sigurðsson var verðlaunaður í flokki einstaklinga fyrir dugnað og árangur í málefnum fatlaðra. Tónstofa Valgerðar fyrir frumkvöðlastarf í þá veru að nemendur með sérþarfir njóti forgangs til tónlistarnáms. Akureyrarbær var verðlaunaður í flokki stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á "Independent living" notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Guðjón er fyrir miðri mynd. Honum á hægri hönd er Valgerður Jónsdóttir skólastjóri Tónstofu Valgerðar, en á vinstri hönd Kristín Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar