Einar á Flúðum

Sigurður Sigmundsson

Einar á Flúðum

Kaupa Í körfu

AÐ reykja hangikjöt er allnokkur kúnst svo vel sé og hluti af okkar bændamenningu. Á flestum bæjum voru til sérstakir reykkofar. Kjötið þarf að salta hæfilega og reykja verður í ákveðinn tíma eftir því hve stór stykkin eru sem reykja skal. Bræðurnir Úlfar og Einar á Flúðum tóku niður jólahangikjötið í vikunni. Þeir hafa náð góðri leikni við að reykja en þeir segjast hafa lært það af afa sínum Einari Jónssyni, sem bjó í Reykjadal í Hreppum. Þeir nota mest tað og sögðu að skilyrði væri að stinga út úr fjárhúsunum eftir fengitíma og hlógu dátt þegar myndasmiður smellti af. Hér er Einar með lambatungur en stærri bitarnir eru trippakjöt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar