Elíassynir

Einar Falur Ingólfsson

Elíassynir

Kaupa Í körfu

ÚT er komin vegleg bók um myndlistarmanninn Elías B. Halldórsson en hann lést á síðasta ári. Verkið ber heitið Elías B. Halldórsson Málverk/svartlist. Synir Elíasar, Sigurlaugur, Gyrðir og Nökkvi sáu um ritstjórn verksins, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar um feril og myndlist Elíasar og Einar Falur Ingólfsson fjallar um ljóða- og bókaskreytingar Elíasar auk þess sem hann skrifar formála bókarinnar. Í einum kafla bókarinnar er tekið saman það helsta sem Elías lét hafa eftir sér um listina og tilveru listamannsins. Einnig er birt smásagan Gamli málarinn eftir Gyrði Elíasson. MYNDATEXTI Synir listamannsins Nökkvi, Sigurlaugur og Gyrðir við málverk eftir Elías B. Halldórsson í vinnustofu hans

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar