Listdans á skautum - Skautadans
Kaupa Í körfu
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Jafnframt var haldið Vetrarmót A-skautara og Aðventumót. Í kvennaflokki var Audrey Freyja Clark krýnd Íslandsmeistari, en hún keppir fyrir Skautafélag Reykjavíkur. Þá var það Íris Kara Hreiðarsdóttir sem sigraði í unglingaflokki og Dana Rut Gunnarsdóttir hafnaði í öðru sæti. Þær keppa báðar fyrir hönd SR. Á þessu ári fékk skautasambandið styrk frá alþjóða skautasambandinu til að byggja upp samhæfðan skautadans á Íslandi. Lið Bjarnarins og SR héldu sýningar frá æfingum sínum um helgina. SR hefur nýlega endurvakið deild sína í samhæfðum skautadansi eftir góðan árangur fyrir nokkrum árum. Þá hefur Björninn haldið úti æfingum í sama flokki í um það bil eitt ár. MYNDATEXTI Samhæfing
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir