Íslensk knattspyrna. Viðurkenningar afhentar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslensk knattspyrna. Viðurkenningar afhentar

Kaupa Í körfu

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði fengu sérstök heiðursverðlaun frá Bókaútgáfunni Tindi og þeir Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson voru heiðraðir fyrir að leggja upp flest mörk í úrvalsdeild karla. Þetta var í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2008 sem er komin út í 28. skipti. Sigurður Ragnar og Katrín fengu heiðursverðlaunin 2008 fyrir frábæra frammistöðu kvennalandsliðsins á árinu en það tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti. MYNDATEXTI Verðlaunahafarnir Tryggvi Guðmundsson, Katrín Jónsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðmundur Benediktsson með bikara og bækur frá Bókaútgáfunni Tindi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar