Gaman að fá nýbakað brauð í rúmið

Atli Vigfússon

Gaman að fá nýbakað brauð í rúmið

Kaupa Í körfu

„Það var óskaplega gaman að vakna við krakkana en mér hafði aðeins dottið í hug að þetta gæti gerst því þau hafa gert þetta áður.“ Þetta segir Maj Britt Lång sem fékk tvær Lúsíur í heimsókn eldsnemma á Lúsíudaginn 13. desember og þær færðu henni í rúmið nýbakað Lúsíubrauð og piparkökur með rjúkandi kaffi. Maj Britt flutti frá Finnlandi til Íslands árið 1959, giftist og gerðist bóndakona í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en hefur haft gaman af því að halda í gamlar hefði frá heimalandi sínum. Hún er frá sænskumælandi hluta Finnlands og því eru margir jólasiðir nátengdir því sem gerist í Svíþjóð. MYNDATEXTI Brauðið upp í rúm Maj Britt Lång á náttkjólnum ásamt barnabörnunum Hermínu Fjólu og Sigríði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar